Í þessum þætti setjumst við niður með Elínu Jónsdóttur, verkefnastjóra heilsu og vellíðunar hjá Nettó, og förum bæði í persónulega sögu hennar og stóra myndina: hvernig er að leiða heilsu- og vellíðunarverkefni innan eins stærsta smásölufyrirtækis landsins?
Elín segir frá sinni eigin heilsuvegferð, stofnun 101 Granda, dvölinni í Costa Rica í litlu sjálfbærniþorpi sem varð mjög mótandi tími í lífi hennar og fjölskyldunnar.
Síðan færum við okkur yfir í Nettó: hvað felst í því að vinna markvisst að því að gera Nettó að heilsu- og vellíðunarvænni verslun — ekki sem tískubylgju, heldur sem stefnu sem á að leggja lóð á vogarskálarnar í að efla lýðheilsu fólksins í landinu. Elín lýsir sýninni og markmiðinu um að Nettó verði besta heilsuvörubúð landsins, hvernig unnið er að því í framkvæmd, og hvað þarf að vera til staðar svo breytingar í vöruúrvali, fræðslu og upplifun verði trúverðugar og gagnlegar. Við leyfum okkur síðan að velta fyrir okkur alls konar hugmyndum um hvernig matvöruverslanir geti almennt geti tekið skrefið enn lengra til að gera þær að því eina og sanna heilbrigðiskerfi - þar sem heilsan hefst.
✨💚 Heilsuherinn okkar – fyrirtæki sem taka þátt í þessu heilsuferðalagi með okkur. ✨ Við þökkum þeim kærlega fyrir að vera hluti af þessu ferðalagi – á leið til betri heilsu fyrir alla. 💚 ✨
🥛 Bíóbú – lífrænar mjólkurvörur sem innihalda meira af góðum fitusýrum en hefðbundnar mjólkurvörur. biobu.is
💧 Happy Hydrate – besti æfingafélaginn, með söltum og steinefnum sem styðja við endurheimt eftir æfingu. happyhydrate.is
🍞 Brauð&Co – ekta súrdeigsbrauð úr lífrænu korni, án gers og aukaefna – ekkert drasl og allt búið til á staðnum. braudogco.is
🌿 Greenfit – heilsumælingar og meðferðir eins og súrefnis- og rauðljósameðferð sem styðja fólk til betri heilsu. greenfit.is
🏡 Húsaskjól – umhverfisvæn fasteignasala sem býður upp á meiri upplýsingar í rauntíma en gengur og gerist. husaskjol.is
🏋️ Hreyfing – í forystu heilsueflingar í áratugi og valin besta líkamsræktarstöð landsins enn eitt árið í röð samkvæmt Maskínu - nú fimm ár í röð. hreyfing.is
🛒 Nettó – heilsudeild Nettó ætlar sér að taka forystu í að vera með bestu heilsudeild landsins. netto.is