Stefanía Hjaltested um járnskort og hvernig viðbótar járn breytti lífi hennar til hins betra.
Í þessum þætti fáum við til okkar Stefaníu Hjaltested, sem heldur úti öflugum Facebook-hópi þar sem fólk deilir reynslu sinni af járnskorti. Hún segir frá sinni eigin vegferð – viðvarandi járnskorti sem ekki var greindur í mörg ár og leiddi til þess að hún var sett á þunglyndis- og kvíðalyf. En á bak við einkennin leyndist einfaldur skortur sem hafði áhrif á alla líðan.
Við ræðum m.a.:
🔹 Hvernig járnskortur getur verið undirliggjandi þáttur í fjölbreyttum einkennum og jafnvel rangri greiningu
🔹 Hvernig hann getur aukið á einkenni annarra sjúkdóma
🔹 Einkenni járnskorts
🔹 Mikilvægi þess að láta mæla ferritín – og af hverju hemóglóbín eitt og sér gefur ekki rétta mynd
🔹 Hver sé æskileg ferritínstaða og hvað sé hægt að gera til að ná járnbirgðum upp
Heilsuherinn styður útgáfu Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms og eftirfarandi fyrirtæki eru meðlimir heilsuhersins - til heilsueflingar!
Bíóbú framleiðir lífrænar mjólkurvörur sem innihalda meira af góðum fitusýrum en hefðbundnar mjólkurvörur
Brauð&Co - nota lífrænt korn í ekta súrdeigsbrauð - ekkert ger og engin aukaefni - allt búið til á staðnum
Greenfit - býður upp á heilsumælingar og meðferðir - styður fólk til betri heilsu
Happy Hydrate - Þinn besti æfingafélagi - einstök blanda af steinefnum og söltum sem hraðar endurheimt og bætir vökvajafnvægi.
Húsaskjól - umhverfisvæn fasteignasala sem býður upp á meiri upplýsingar í rauntíma en gengur og gerist
Hreyfing - í forystu heilsueflingar í áratugi og valin besta stöðin sl. fjögur ár samkvæmt Maskínu
--------
2:22:58
Áslaug Kristín Zoega um anorexíu, bata í gegnum hugvíkkandi meðferð, geðheilbrigðiskerfið, ást, náttúru, gleði og von.
Áslaug Kristín Zoega er ungur háskólanemi og pilates þjálfari sem gekk í gegnum erfið ár þegar hún glímdi við alvarlegan átröskunarsjúkdóm, anorexiu. Hún hefur reynslu af hefðbundinni meðferð í bæði Ástralíu og á Íslandi og kemur í þættinum með góðar ábendingar um hvað mætti betur fara í meðhöndlun alvarlegra geðsjúkdóma. Hún fékk loks góðan bata í gegnum krefjandi meðferð með hugvíkkandi efninu psilocybin sem hún fékk undir handleiðslu sálfræðings sem Áslaug segir að hafi hreinlega bjargað lífi hennar. Það má margt læra af hugrekki þessarar ungu konu sem deilir hér af einlægni sinni sýn á sjúkdóminn sem hún glímdi við, fordóma, samfélagið okkar og það sem skiptir hana máli í lífinu. Ást, vináttu, náttúru og tengsl.
--------
1:32:56
Þorbjörg Hafsteinsdóttir heilsu- og næringarþerapisti um hvað hefur áhrif á öldrunarferli líkamans, um áhrif sykurs á líkamann, um lífsstil sem dregur úr öldrun, telómera, hvatbera og margt fleira
Þorbjörg Hafsteinsdóttir – Lífsstíll sem lengir lífið og eflir heilsuna
Í þessum þætti ræðum við við Þorbjörgu Hafsteinsdóttur frumkvöðul, heilsu- og næringarþerapista, lífsstílsþjálfa, jógakennara og rithöfund.
💬 Við ræðum meðal annars:
🔹 Hvað flýtir og hægir á öldrunarferlinu
🔹 Áhrif lífsstíls á telómera og hvatbera – og hvers vegna það skiptir máli
🔹 Hvernig sykur hefur áhrif á blóð og vefi líkamans – m.a. í gegnum „glycation“
🔹 Föstur, mataræði, kuldaböð, methylene blue og fleira spennandi
🔹 Dagsdaglegar venjur Þorbjargar – hvernig hún viðheldur styrk, jafnvægi og vellíðan
📚 Þorbjörg er höfundur metsölubókanna 10 árum yngri á 10 vikum og Ketóflex 3-3-1, og hefur af ástríðu miðlað af sinni djúpu þekkingu og reynslu um árabil.
✨ Þetta er þáttur sem þú vilt ekki missa af – sérstaklega ef þú hefur áhuga á því hvernig einfaldar en öflugar breytingar á lífsstíl geta haft djúpstæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu, jafnvægi og langlífi.
Heilsuherinn styður útgáfu Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms og eftirfarandi fyrirtæki eru meðlimir heilsuhersins - til heilsueflingar!
Bíóbú framleiðir lífrænar mjólkurvörur sem innihalda meira af góðum fitusýrum en hefðbundnar mjólkurvörur
Brauð&Co - nota lífrænt korn í ekta súrdeigsbrauð - ekkert ger og engin aukaefni - allt búið til á staðnum
Greenfit - býður upp á heilsumælingar og meðferðir - styður fólk til betri heilsu
Happy Hydrate - Þinn besti æfingafélagi - einstök blanda af steinefnum og söltum sem hraðar endurheimt og bætir vökvajafnvægi.
Húsaskjól - umhverfisvæn fasteignasala sem býður upp á meiri upplýsingar í rauntíma en gengur og gerist
Hreyfing - í forystu heilsueflingar í áratugi og valin besta stöðin sl. fjögur ár samkvæmt Maskínu
--------
2:14:43
Anna Björg Jónsdóttir, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala um af hverju viðhald vöðvamassa er grundvallaratriði til að viðhalda heilsu og að virkum og heilbrigðum æviárum
Mikilvægi þess að viðhalda vöðvamassa – leiðin að virku og heilbrigðu lífi
Við ræðum við Önnu Björgu Jónsdóttur, yfirlækni öldrunarlækninga á Landspítalanum, um hversu mikilvægt það er að viðhalda vöðvamassa – alla ævi - og í raun er það algjört grundvallaratriði til að viðhalda heilsu.
Vöðvarýrnun er alvarlegt heilsuvandamál meðal aldraðra, sem getur leitt til fötlunar, aukinnar hættu á byltum, sjúkdómum og jafnvel heilabilunar.
Þess vegna er svo mikilvægt að huga að styrk og vöðvavirkni snemma – til að fyrirbyggja vöðvarýrnun og viðhalda sjálfstæði og lífsgæðum langt inn í efri árin.
Heilsuherinn styður útgáfu Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms og eftirfarandi fyrirtæki eru meðlimir heilsuhersins - til heilsueflingar!
Bíóbú framleiðir lífrænar mjólkurvörur sem innihalda meira af góðum fitusýrum en hefðbundnar mjólkurvörur
Brauð&Co - nota lífrænt korn í ekta súrdeigsbrauð - ekkert ger og engin aukaefni - allt búið til á staðnum
Greenfit - býður upp á heilsumælingar og meðferðir - styður fólk til betri heilsu
Happy Hydrate - Þinn besti æfingafélagi - einstök blanda af steinefnum og söltum sem hraðar endurheimt og bætir vökvajafnvægi.
Hagkaup - býður upp á úrval hreinna ferskra matvæla, lífrænna matvara og bætiefna
Húsaskjól - umhverfisvæn fasteignasala sem býður upp á meiri upplýsingar í rauntíma en gengur og gerist
Hreyfing - í forystu heilsueflingar í áratugi og valin besta stöðin sl. fjögur ár samkvæmt Maskínu
--------
1:02:16
Tryggvi Stefánsson, lífefnafræðingur og aðstoðarforstjóri Algalíf ræðir um Astaxanthin - einn öflugasta andoxara náttúrunnar og heilsufarsleg áhrif hans á líkamann.
Í þessum þætti ræðum við um eitt öflugasta andoxunarefni náttúrunnar – astaxanthin – efni sem er unnið úr örþörungum og hefur vakið mikla athygli fyrir möguleg jákvæð áhrif á heilsu. Astaxanthin er talið geta styrkt ónæmiskerfið, bætt úthald og endurheimt, verndað húð og augu, haft verndandi áhrif á æðakerfið, bætt heilaheilsu og margt fleira m.a. vegna bólguminnkandi virkni efnisins á líkamann.
Við fáum til okkar sérfræðing og aðstoðarforstjóra Algalíf, Tryggva Stefánsson, sem er lífefna-, örveru- og erfðafræðingur - en Algalíf er einn stærsti framleiðandi Astaxanthins í heimi.
Hann leiðir okkur í gegnum:
🔬 Hvað astaxanthin er og hvernig það virkar í líkamanum
🌿 Hvernig framleiðsla astaxanthins á Íslandi nýtir hreina orku og bindur kolefni
🇮🇸 Mikilvægi örþörunga í framtíðinni og framtíðin á Íslandi í þessari framleiðslu
Heilsuherinn styður útgáfu Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms og eftirfarandi fyrirtæki eru meðlimir heilsuhersins - til heilsueflingar!
Bíóbú framleiðir lífrænar mjólkurvörur sem innihalda meira af góðum fitusýrum en hefðbundnar mjólkurvörur
Brauð&Co - nota lífrænt korn í ekta súrdeigsbrauð - ekkert ger og engin aukaefni - allt búið til á staðnum
Greenfit - býður upp á heilsumælingar og meðferðir - styður fólk til betri heilsu
Happy Hydrate - Þinn besti æfingafélagi - einstök blanda af steinefnum og söltum sem hraðar endurheimt og bætir vökvajafnvægi.
Hagkaup - býður upp á úrval hreinna ferskra matvæla, lífrænna matvara og bætiefna
Húsaskjól - umhverfisvæn fasteignasala sem býður upp á meiri upplýsingar í rauntíma en gengur og gerist
Hreyfing - í forystu heilsueflingar í áratugi og valin besta stöðin sl. fjögur ár samkvæmt Maskínu
--------
59:28
Flere Uddannelse podcasts
Trendige Uddannelse podcasts
Om Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms
Heilsa og forvarnir gegn sjúkdómum hafa lengi verið okkur hjartans mál. Þrátt fyrir að líftími fólks hafi lengst undanfarna áratugi, hefur fjöldi heilbrigðra æviára dregist saman. Við erum lengur veik með skertum lífsgæðum og lyfjanotkunin ein sú mesta í heiminum. Getur það talist eðlilegt að flestir séu sjúkir á einhvern hátt? Lítum í kringum okkur, þekkjum við einhverja fjölskyldu þar sem ekki eru einhver veikindi á ferðinni? Getur það verið eðlilegt að með hverju ári aukist fjöldi þeirra sem fær sykursýki, krabbamein, Alzheimers-sjúkdóm, Parkinsonsveiki og sjálfsofnæmissjúkdóma eins og Multiple Schlerosis, gigtarsjúkdóma, Chrons-sjúkdóm, skjaldkirtilssjúkdóma og aðra bólgusjúkdóma? Er eðlilegt að á hverju ári deyi mörg hundruð manns af völdum hjarta- og æðasjúkdóma? Og er eðlilegt að við tökum inn lyf fyrir milljarða til að halda niðri einkennum þessara sjúkdóma en ekki að takast á við orsakirnar og lækna þá?
Þessir sjúkdómar sem við nefnum hér hafa verið kallaðir lífsstílssjúkdómar. Hvers vegna? Jú, vegna þess að þeir þekktust varla fyrr en á 20. öld og ef þeir þekktust þá var það í mun minni mæli en á okkar tímum. Þessi sjúkdómar fara nú fremstir í flokki sem orsakir dauðsfalla í heiminum en um 70 prósent dauðsfalla á heimsvísu stafa af þeim. Á Íslandi er hlutfallið um 90%.
Hvernig getum við snúið þessari þróun við og stutt líkamann í að viðhalda heilbrigði ævina út?
Það er ótrúlega góð tilfinning að vita að maður sjálfur getur haft áhrif á heilsu sína – að maður sé ekki bara eins og korktappi úti á rúmsjó sem hefur ekkert að segja um það hvert ferðinni er heitið. Að maður getur virkilega haft áhrif á það hvort maður veikist eða ekki. Við sækjumst flest eftir aukinni vellíðan, orku, heilbrigðu útliti og síðast en ekki síst að geta verið við góða heilsu með börnum okkar og barnabörnum eins lengi og kostur er. Þess vegna skiptir máli að huga að lífsstílnum.
Í þáttunum ætlum við að bjóða upp á fjölbreyttar og fræðandi umræður um allt sem tengist heilsu og heilbrigði, kafa djúpt í heilsutengd málefni og heilbrigðiskerfið og spyrja gagnrýnna spurninga. Við fáum til okkar áhugaverða gesti og sérfræðinga úr heilsugeiranum, auk fólks sem hefur fetað óhefðbundnar leiðir til að takast á við veikindi og sjúkdóma. Áhrifaþættir á heilsu eru svo fjölmargir og af nógu að taka.
Markmiðið er að valdefla okkur og fræðast til heilsueflingar!
Við erum stoltar af því að kynna heilsuherinn okkar - fyrirtæki sem ætla að koma með okkur í þetta heilsuferðalag - til heilsueflingar!
Bíóbú framleiðir lífrænar mjólkurvörur sem innihalda meira af góðum fitusýrum en hefðbundnar mjólkurvörur
Brauð&Co - nota lífrænt korn í ekta súrdeigsbrauð - ekkert ger og engin aukaefni - allt búið til á staðnum
Greenfit - býður upp á heilsumælingar og meðferðir - styður fólk til betri heilsu
Hagkaup - býður upp á úrval hreinna ferskra matvæla, lífrænna matvara og bætiefna
Húsaskjól - umhverfisvæn fasteignasala sem býður upp á meiri upplýsingar í rauntíma en gengur og gerist
Hreyfing - í forystu heilsueflingar í áratugi og valin besta stöðin sl. fjögur ár samkvæmt Maskínu
Saltverk - sjálfbært, hreint, óunnið íslenskt salt - þurrkað með jarðhita og inniheldur frá náttúrunnar hendi öll stein- og snefilefni