PodcastsUddannelseHeilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

heilsuhladvarp
Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms
Seneste episode

58 episoder

  • Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

    Tryggvi Hjaltason um fötur, heilsu, trú og kærleik.

    23.12.2025 | 1 t. 11 min.

  • Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

    Kristjana Steingrímsdóttir - Jana heilsukokkur um jafnvægið á jólunum, frábærar hugmyndir að jólagúmmelaði með heilsuívafi og ljúffenga hollustubita

    15.12.2025 | 1 t. 6 min.

    🎄 Gestur þáttarins: Kristjana Steingrímsdóttir – Jana heilsukokkur Í þessum þætti spjöllum við við Kristjönu Steingrímsdóttur – Jönu, heilsukokk, heilsuráðgjafa og skapandi matgæðing sem hefur farið einstaka vegferð í eldamennsku og hollustu. Jana var um árabil kokkur á Happ veitingastaðnum í Lúxembúrg, sem enn í dag er talinn einn sá besti og þekktasti á sínu sviði.  Árið 2022 flutti Jana heim til Íslands, þar sem hún hefur síðan helgað sig því að kenna fólki að elda holla, einfalda og skapandi rétti, fara út fyrir boxið og njóta matar með meiri meðvitund – án þess að fórna bragði eða gleði. 🥗 Í þættinum ræðum við meðal annars: Vegferð Jönu Jólagúmmelaði með heilsuívafi – hvernig má njóta jólanna án samviskubits Heilsusamlegt jólakonfekt og nammi – einfaldar, sniðugar og girnilegar uppskriftir Flott meðlæti á jólaborðið Ráð til að undirbúa vikuna í matargerð – skipulag, einfaldleiki og tímasparnaður Fjölskyldan og eldamennskan – hvernig börn og fjölskylda taka þátt í matargerðinni Hvernig Jana hjálpar fólki að vera skapandi í eldhúsinu og finna sína eigin leið Jana er þekkt fyrir að gera hlutina aðgengilega, fallega og raunhæfa. Hún sýnir að hollur matur þarf ekki að vera flókinn, leiðinlegur eða takmarkandi – heldur getur hann verið skemmtilegur, fjölbreyttur og hátíðlegur. Á vefsíðunni hennar jana.is má finna fjölda uppskrifta, fróðleik og innblástur fyrir daglegt líf og hátíðir. Þáttur fyrir alla sem elska mat, heilsu, jólin – og að prófa eitthvað nýtt. Hér fyrir neðan eru nokkrar uppskriftir sem Jana sagði okkur frá. ✨💚 Heilsuherinn okkar – fyrirtæki sem taka þátt í þessu heilsuferðalagi með okkur. ✨ Við þökkum þeim kærlega fyrir að vera hluti af þessu ferðalagi – á leið til betri heilsu fyrir alla. 💚 ✨ 🥛 Bíóbú – lífrænar mjólkurvörur sem innihalda meira af góðum fitusýrum en hefðbundnar mjólkurvörur. biobu.is 💧 Happy Hydrate – besti æfingafélaginn, með söltum og steinefnum sem styðja við endurheimt eftir æfingu. happyhydrate.is 🍞 Brauð&Co – ekta súrdeigsbrauð úr lífrænu korni, án gers og aukaefna – ekkert drasl og allt búið til á staðnum. braudogco.is 🌿 Greenfit – heilsumælingar og meðferðir eins og súrefnis- og rauðljósameðferð sem styðja fólk til betri heilsu. greenfit.is 🏡 Húsaskjól – umhverfisvæn fasteignasala sem býður upp á meiri upplýsingar í rauntíma en gengur og gerist. husaskjol.is 🏋️ Hreyfing – í forystu heilsueflingar í áratugi og valin besta líkamsræktarstöð landsins enn eitt árið í röð samkvæmt Maskínu - nú fimm ár í röð. hreyfing.is 🛒 Nettó – heilsudeild Nettó ætlar sér að taka forystu í að vera með bestu heilsudeild landsins. netto.is Frosnir nammi molar (ca 18 molar) Hráefni: 2 * 180 gr dósir grísk jógúrt sem þú elskar ** 3 msk saxaðar pistasíur  3 msk þurrkuð trönuber 50 gr brætt dökkt gæða súkkulaði  Aðferð: Byrjið á að hræra grísku jógúrtina við pistasíurnar og trönuber. Setjið ca 1 matskeið af blöndunni í litlar hrúgur á bökunnarpappírs klæddan disk sem passar í ykkar frysti. Bræðið súkkulaðið og dreifið yfir molana - frystið yfir nótt og njótið    **ef þú notar hreina gríska jógúrt er gott að blanda smá vanillu og sætu og hræra vel saman   Hollustu nammimolar með trefjum, og frábærri næringu  Bleikir molar Hráefni: 3 bollar kókosmjöl 1 bolli möndlumjöl 1/3 bolli fljótandi kókosolía 1/3-1/2 bolli fljótandi sæta t.d. Akasíu hunang eða hlynsýróp 1 tsk vanilla 1 msk gott rauðrófuduft  Smá salt Aðferð: Blanda saman í skál og gera annaðhvort kúlur eða þetta niður og skera í litla bita og frysta  Geymist í frysti í 2-3 mánuði    Grænu molar Hráefni: 3 bollar kókosmjöl 1 bolli möndlumjöl 1/3 bolli fljótandi kókosolía 1/3-1/2 bolli fljótandi sæta t.d. Akasíu hunang eða hlynsýróp 1 tsk vanilla 1/2-1 tsk gott gæða matcha duft Smá salt Aðferð: Blanda saman í skál og gera annaðhvort kúlur eða þetta niður og skera í litla bita og frysta  Geymist í frysti í 2-3 mánuði    Súkkulaðikúlur Hráefni: 1,5 bolli valhnetur (ma lika nota möndlur / kasjúhnetur) 14 mjúkar steinlausar döðlur 2 msk kakóduft  1 msk kókosolía (brædd)  Börkur og safi úr 1 lífrænni appelsínu( ma sleppa ) ½ tsk vanilludropar Örlítið salt (Valfrjálst:1 dropi piparmyntuolía fyrir frískandi bragð) Aðferð: Allt sett í matvinnsluvélina og blandað vel saman. Mótaðu í litla bita eða kúluform, eða þrýstu í form og skerðu í mola, hægt að velta upp úr kókosmjöli eða kakó dufti.  Kældu í ísskáp í 30 mínútur áður en þú nýtur þeirra. Mér finnst gott að geyma í boxi í frysti og næla mér í kúlu og kúlu.   Alhliða sítrus–hunangs dressing Fullkomin á salöt, grænmeti, fisk, kjúkling og jafnvel ofan á ristað rótargrænmeti. Hráefni: 6 msk extra virgin ólífuolía 2 msk sítrussafi (sítróna, lime eða appelsína – má blanda) 1 tsk eplaedik eða balsamik (ljóst) 1-2 msk náttúruleg sæta (t.d hunang eða hlynsíróp ) 1 tsk Dijon sinnep (valfrjálst en er voða gott) Salt og nýmalaður pipar eftir smekk Aðferð: Settu allt saman í krukku, skrúfaðu lokið á og hristu vel saman. Smakkaðu til með salti og pipar. Auðvelt að breyta : Fyrir meiri ferskleiki: rifinn lífrænn sítrónubörkur Fyrir meiri dýpt: smá tahini eða hvítlauksrif Skemmtilegt twist að setja ferskar kryddjurtir út í eins og saxað basil, dill eða kóríander Asískt twist: skiptu ediki út fyrir hrísgrjónaedik og auka dropa af ristaðari sesamolíu og smá chili flögur

  • Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

    Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari um 6 grunnþætti sem hafa áhrif á afreksfólk af öllum toga. Frá taugalífeðlisfræði yfir í öndun, rassvöðva og næringu.

    08.12.2025 | 1 t. 39 min.

    Gauti Grétarsson er sjúkraþjálfari og stofnandi Sjúkraþjálfunar Reykjavíkur. Hann hefur meira en fjörutíu ára reynslu af því að vinna með fólki á öllum aldri – frá handboltakrökkum til eldri kylfinga – og hefur skapað sér sérstöðu með beinskeyttri, heildrænni og gagnreyndri nálgun á lýðheilsu og forvarnir. Gauti hefur jafnframt stýrt þjálfunarhópnum AGGF – Afrekshópi Gauta Grétarssonar fimleikastjóra – sleitulaust frá stofnun hans árið 1989. Í þættinum ræðir hann um sex lykiláhrifaþætti sem hann telur að sé óhjákvæmilegt að hlúa að – bæði í afreksþjálfun og í „afrekum“ okkar allra í daglegu lífi.  ✨💚 Heilsuherinn okkar – fyrirtæki sem taka þátt í þessu heilsuferðalagi með okkur. ✨ Við þökkum þeim kærlega fyrir að vera hluti af þessu ferðalagi – á leið til betri heilsu fyrir alla. 💚 ✨ 🥛 Bíóbú – lífrænar mjólkurvörur sem innihalda meira af góðum fitusýrum en hefðbundnar mjólkurvörur. biobu.is 💧 Happy Hydrate – besti æfingafélaginn, með söltum og steinefnum sem styðja við endurheimt eftir æfingu. happyhydrate.is 🍞 Brauð&Co – ekta súrdeigsbrauð úr lífrænu korni, án gers og aukaefna – ekkert drasl og allt búið til á staðnum. braudogco.is 🌿 Greenfit – heilsumælingar og meðferðir eins og súrefnis- og rauðljósameðferð sem styðja fólk til betri heilsu. greenfit.is 🏡 Húsaskjól – umhverfisvæn fasteignasala sem býður upp á meiri upplýsingar í rauntíma en gengur og gerist. husaskjol.is 🏋️ Hreyfing – í forystu heilsueflingar í áratugi og valin besta líkamsræktarstöð landsins enn eitt árið í röð samkvæmt Maskínu - nú fimm ár í röð. hreyfing.is 🛒 Nettó – heilsudeild Nettó ætlar sér að taka forystu í að vera með bestu heilsudeild landsins. netto.is  

  • Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

    Björn Skúlason eiginmaður forseta og heilsukokkur um lýðheilsu, mataræði, karlmennsku, hugleiðslu og tilgang lífsins

    01.12.2025 | 3 t. 11 min.

    „Að fylgja innri áttavitanum“ - Samtal við Björn Skúlason eiginmann forseta Íslands, heilsukokk og frumkvöðul Í þessum þætti fáum við að kynnast Birni Skúlasyni, eiginmanni forseta Íslands, á persónulegan og opinskáan hátt. Hann ræðir heilbrigði, lífsstíl, karlmennsku og tilgang – og hvernig hans eigin vegferð hefur mótað þá ákvörðun að nota nýja stöðu sína til að gera gagn í samfélaginu. Björn segir frá því þegar hann kvaddi fjármálageirann til að fylgja hjartanu og læra matargerð í New York, og hvernig samband hans við Höllu hjálpaði honum að treysta eigin innsæi. Hann talar um ábyrgðina sem fylgir því að vera í sviðsljósinu og ástríðu sína fyrir lýðheilsu, forvörnum og skýrari fræðslu til almennings. Við ræðum mataræði, tilraunir hans með ólíkar fæðutegundir og hvernig hann hefur fundið hvað hentar honum best. Hann talar opinskátt um sykurnotkun, vítahringi daglegs lífs og mikilvægi þess að fræða fólk um einföldar, raunhæfar leiðir til betri heilsu. Hann deilir einnig skoðunum sínum á GLP-1 lyfjunum og þeirri umræðu sem hefur þróast í kringum þau. Björn segir frá eldamennskunni heima – þar sem hann sér alfarið um matseldina og finnur mikið skapandi frelsi og gleði. Hann talar um karlmennsku, mýkt, hugleiðslu og hvernig þetta hefur bætt líf hans og samskipti. Þá rifjar hann upp skemmtilegar sögur úr opinberum heimsóknum og áhrifaríka ferð til Tansaníu sem hafði djúpstæð áhrif á hann. Þátturinn er einlægt, heiðarlegt og fræðandi spjall um heilsu, sjálfsþekkingu og það að fylgja innri áttavitanum. ✨💚 Heilsuherinn okkar – fyrirtæki sem taka þátt í þessu heilsuferðalagi með okkur. ✨ Við þökkum þeim kærlega fyrir að vera hluti af þessu ferðalagi – á leið til betri heilsu fyrir alla. 💚 ✨ 🥛 Bíóbú – lífrænar mjólkurvörur sem innihalda meira af góðum fitusýrum en hefðbundnar mjólkurvörur. biobu.is 💧 Happy Hydrate – besti æfingafélaginn, með söltum og steinefnum sem styðja við endurheimt eftir æfingu. happyhydrate.is 🍞 Brauð&Co – ekta súrdeigsbrauð úr lífrænu korni, án gers og aukaefna – ekkert drasl og allt búið til á staðnum. braudogco.is 🌿 Greenfit – heilsumælingar og meðferðir eins og súrefnis- og rauðljósameðferð sem styðja fólk til betri heilsu. greenfit.is 🏡 Húsaskjól – umhverfisvæn fasteignasala sem býður upp á meiri upplýsingar í rauntíma en gengur og gerist. husaskjol.is 🏋️ Hreyfing – í forystu heilsueflingar í áratugi og valin besta líkamsræktarstöð landsins enn eitt árið í röð samkvæmt Maskínu - nú fimm ár í röð. hreyfing.is 🛒 Nettó – heilsudeild Nettó ætlar sér að taka forystu í að vera með bestu heilsudeild landsins. netto.is  

  • Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

    1 árs 🥳🎈🎉 afmælisþáttur Heilsuhlaðvarpsins - Lukka og Jóhanna fara yfir veginn og rifja upp góð atriði úr þáttunum sl ár og horfa fram á veginn.

    24.11.2025 | 1 t. 38 min.

    ✨💚 Heilsuherinn okkar – fyrirtæki sem taka þátt í þessu heilsuferðalagi með okkur. ✨ Við þökkum þeim kærlega fyrir að vera hluti af þessu ferðalagi – á leið til betri heilsu fyrir alla. 💚 ✨ 🥛 Bíóbú – lífrænar mjólkurvörur sem innihalda meira af góðum fitusýrum en hefðbundnar mjólkurvörur. 💧 Happy Hydrate – besti æfingafélaginn, með söltum og steinefnum sem styðja við endurheimt eftir æfingu. 🍞 Brauð&Co – ekta súrdeigsbrauð úr lífrænu korni, án gers og aukaefna – ekkert drasl og allt búið til á staðnum. 🌿 Greenfit – heilsumælingar og meðferðir eins og súrefnis- og rauðljósameðferð sem styðja fólk til betri heilsu. 🏡 Húsaskjól – umhverfisvæn fasteignasala sem býður upp á meiri upplýsingar í rauntíma en gengur og gerist. 🏋️ Hreyfing – í forystu heilsueflingar í áratugi og valin besta líkamsræktarstöð landsins fjögur ár í röð samkvæmt Maskínu. 🛒 Nettó – heilsudeild Nettó ætlar sér að taka forystu í að vera með bestu heilsudeild landsins.  

Flere Uddannelse podcasts

Om Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

Heilsa og forvarnir gegn sjúkdómum hafa lengi verið okkur hjartans mál. Þrátt fyrir að líftími fólks hafi lengst undanfarna áratugi, hefur fjöldi heilbrigðra æviára dregist saman. Við erum lengur veik með skertum lífsgæðum og lyfjanotkunin ein sú mesta í heiminum. Getur það talist eðlilegt að flestir séu sjúkir á einhvern hátt? Lítum í kringum okkur, þekkjum við einhverja fjölskyldu þar sem ekki eru einhver veikindi á ferðinni? Getur það verið eðlilegt að með hverju ári aukist fjöldi þeirra sem fær sykursýki, krabbamein, Alzheimers-sjúkdóm, Parkinsonsveiki og sjálfsofnæmissjúkdóma eins og Multiple Schlerosis, gigtarsjúkdóma, Chrons-sjúkdóm, skjaldkirtilssjúkdóma og aðra bólgusjúkdóma? Er eðlilegt að á hverju ári deyi mörg hundruð manns af völdum hjarta- og æðasjúkdóma? Og er eðlilegt að við tökum inn lyf fyrir milljarða til að halda niðri einkennum þessara sjúkdóma en ekki að takast á við orsakirnar og lækna þá? Þessir sjúkdómar sem við nefnum hér hafa verið kallaðir lífsstílssjúkdómar. Hvers vegna? Jú, vegna þess að þeir þekktust varla fyrr en á 20. öld og ef þeir þekktust þá var það í mun minni mæli en á okkar tímum. Þessi sjúkdómar fara nú fremstir í flokki sem orsakir dauðsfalla í heiminum en um 70 prósent dauðsfalla á heimsvísu stafa af þeim. Á Íslandi er hlutfallið um 90%. Hvernig getum við snúið þessari þróun við og stutt líkamann í að viðhalda heilbrigði ævina út? Það er ótrúlega góð tilfinning að vita að maður sjálfur getur haft áhrif á heilsu sína – að maður sé ekki bara eins og korktappi úti á rúmsjó sem hefur ekkert að segja um það hvert ferðinni er heitið. Að maður getur virkilega haft áhrif á það hvort maður veikist eða ekki. Við sækjumst flest eftir aukinni vellíðan, orku, heilbrigðu útliti og síðast en ekki síst að geta verið við góða heilsu með börnum okkar og barnabörnum eins lengi og kostur er. Þess vegna skiptir máli að huga að lífsstílnum. Í þáttunum ætlum við að bjóða upp á fjölbreyttar og fræðandi umræður um allt sem tengist heilsu og heilbrigði, kafa djúpt í heilsutengd málefni og heilbrigðiskerfið og spyrja gagnrýnna spurninga. Við fáum til okkar áhugaverða gesti og sérfræðinga úr heilsugeiranum, auk fólks sem hefur fetað óhefðbundnar leiðir til að takast á við veikindi og sjúkdóma. Áhrifaþættir á heilsu eru svo fjölmargir og af nógu að taka. Markmiðið er að valdefla okkur og fræðast til heilsueflingar! Við erum stoltar af því að kynna heilsuherinn okkar - fyrirtæki sem ætla að koma með okkur í þetta heilsuferðalag - til heilsueflingar!  Bíóbú framleiðir lífrænar mjólkurvörur sem innihalda meira af góðum fitusýrum en hefðbundnar mjólkurvörur Brauð&Co - nota lífrænt korn í ekta súrdeigsbrauð - ekkert ger og engin aukaefni - allt búið til á staðnum Greenfit - býður upp á heilsumælingar og meðferðir  - styður fólk til betri heilsu  Hagkaup - býður upp á úrval hreinna ferskra matvæla, lífrænna matvara og bætiefna  Húsaskjól - umhverfisvæn fasteignasala sem býður upp á meiri upplýsingar í rauntíma en gengur og gerist Hreyfing - í forystu heilsueflingar í áratugi og valin besta stöðin sl. fjögur ár samkvæmt Maskínu Saltverk - sjálfbært, hreint, óunnið íslenskt salt - þurrkað með jarðhita og inniheldur frá náttúrunnar hendi öll stein- og snefilefni
Podcast-websted

Lyt til Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms, The Mel Robbins Podcast og mange andre podcasts fra hele verden med radio.dk-appen

Hent den gratis radio.dk-app

  • Bogmærke stationer og podcasts
  • Stream via Wi-Fi eller Bluetooth
  • Understøtter Carplay & Android Auto
  • Mange andre app-funktioner
Social
v8.2.1 | © 2007-2025 radio.de GmbH
Generated: 12/28/2025 - 8:32:16 PM