Strákarnir mættu taka stelpurnar sér til fyrirmyndar
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Sigurjón Friðbjörn mættu í stúdíó Handkastsins gerðu upp helgina í handboltanum hér heima og erlendis.
Stelpurnar okkar eru komnar í milliriðil sem hefst á þriðjudaginn sem þeir eiga fínan séns á að sækja úrslit í.
Leikgleðin hjá hópnum skín í gegn og vill Sérfræðingurinn sjá Strákana Okkar taka þetta sér til fyrirmyndar á næsta stórmóti.
ÍR eru komnir með sinn fyrsta sigur í deildinni og framundan er stórleikur á Selfossi.
Fusche Berlin eru að setja saman eitthvað svakalegasta lið handboltasögunnar.
Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
--------
1:04:55
--------
1:04:55
Einar Baldvin í landsliðsklassa og Stelpurnar Okkar í eldlínunni um helgina
Stymmi Klippari, Gunnar Valur og Benni Grétars kíktu í stúdíó Handkastins og gerðu upp vikuna í boltanum.
Stelpurnar Okkar sýndu jákvæða frammistöðu gegn sterku Þýsku liði í opnunarleiknum á Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Þýskalandi.
Afturelding lék sér að Haukum í Mosfellsbænum og Einar Baldvin var í landsliðsklassa.
Valur eru komnir á topp deildarinnar og virðist fátt geta stöðvað þá.
Stórleikur ÍR og Þórs á sunnudaginn þegar sem tímabilið gæti verið undir hjá ÍR-ingum.
Undraverður bati Janusar Daða.
Þetta og miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
--------
43:12
--------
43:12
Stelpurnar byrja á miðvikudaginn og Olís deild karla er hálfnuð
Stymmi Klikkari, Davíð Már og Geiri Gunn mættu í stúdíó Handkastsins og gerðu upp helgina í handboltanum hér heima og erlendis.
Stelpurnar unnu Færeyjar á laugardaginn og hefja leik á HM á miðvikudaginn.
Gummi Gumm gæti vel hugsað sér að taka við landsliði.
Stjarnan og Valur rúlluðu yfir leikina sína um helgina.
Olís deildin er hálfnuð og lið fyrri hlustans var valið í þættinum.
Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins
--------
1:01:31
--------
1:01:31
EM í hættu, KA með montréttinn og Arnar Pétursson á línunni
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Kiddi Bjé gerðu upp vikuna í Handkast stúdíóinu þennan föstudagsmorgun.
Þorsteinn Leó er í kappi við tímann og önnur meiðsli eru að hrjá landsliðsstrákana okkar.
Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn hjá HSÍ.
Uppselt var á nágrannaslaginn fyrir Norðan þar sem KA fór með sigur af hólmi.
Selfoss halda áfram að koma á óvart og unnu Aftureldingu í gær.
Kvennalandsliðið heldur til Færeyja í dag og var Arnar Pétursson á línunni.
Þetta og svo miklu miklu fleira í nýjasta þætti Handkastsins.
--------
1:23:04
--------
1:23:04
Aukakastið - Díana Dögg Magnúsdóttir
Gestur Aukakastsins í nóvember er landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir.
Díana Dögg fer yfir uppvaxtar árin í Vestmannaeyjum og hvernig hún fór í að læra flugvélaverkfræði í Þýskalandi.
Hún er núna ásamt landsliðinu að undirbúa sig fyrir HM sem hefst í næstu viku.