Gestur Aukakastsins í nóvember er landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir.
Díana Dögg fer yfir uppvaxtar árin í Vestmannaeyjum og hvernig hún fór í að læra flugvélaverkfræði í Þýskalandi.
Hún er núna ásamt landsliðinu að undirbúa sig fyrir HM sem hefst í næstu viku.
--------
1:25:41
--------
1:25:41
Akureyrarslagur í opinni dagskrá og fimm bestu stelpurnar í vetur
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Geiri Sly komu í stúdíó Handkastsins og gerðu upp helgina í handboltanum hér heima og erlendis.
Ágúst Elí er án liðs og gæti verið á heimleið.
Úr íslenskir leikmenn að fá afslátt í gagnrýni?
Það er stórleikur fyrir norðan í vikunni og allar líkur á að það verði uppselt í KA heimilið.
Hverjar hafa verið fimm bestu í Olís deild kvenna í vetur.
Ættum við að fækka í 14 leikmenn á skýrslu á næsta ársþingi HSÍ?
Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
--------
1:14:37
--------
1:14:37
Slæm vika fyrir xG og eiga KA að sækja sér markmann?
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Alli Eyjólfs kíktu í stúdíó Handkastsins og gerðu upp vikuna í handboltanum á Íslandi.
Kíkti einhver á 35 manna lista fyrir HM kvenna?
Þetta var slæm vika fyrir xG tölfræðina.
Er KA einum góðum markmanni frá því að geta keppt um titla?
Kvennadeildin aldrei verið jafnari og það gætu verið þrjú lið með jafn mörg stig fyrir HM pásu.
Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
--------
1:19:14
--------
1:19:14
Landsliðshópur tilkynntur með e-maili og þjálfaralausir Stjörnumenn í landsliðsviku
Stymmi Klippari og Kiddi Bjé mættu í stúdíó Handkastsins og gerðu upp helgina í handboltanum á Íslandi og erlendis.
Það var lágstemmd stemmning þegar landsliðshópur kvenna fyrir HM var tilkynntur á föstudaginn og fengu fjölmiðlar e-mail með hópnum og hafði Sérfræðingurinn sitt að segja um það.
Valur og Haukar fengu skell í Evrópukeppnunum um helgina.
ÍBV rúlluðu yfir KA/Þór í Olísdeild kvenna og Stjarnan er ennþá í leit að sínum fyrsta sigri.
Stjarnan sá aldrei til sólar gegn KA og var æfingarvika þeirra í landsleikjahléinu til umræðu í Handkastinu.
Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
--------
1:03:47
--------
1:03:47
Árni Bragi er besti leikmaður deildinnar og Haukar setja stefnuna á úrslitakeppnina
Stymmi Klippari, Gaupi og Einar Ingi mættu í Handkast stúdíóið og gerðu upp vikuna í handboltanum hér heima.
9.Umferðin í Olísdeildinni fór fram í gær og ÍR voru næstum búnir að vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu.
Arnór Snær mætti í sinn fyrsta leik og virðist ætla að taka yfir deildina.
Árni Bragi Eyjólfsson er besti leikmaður deildarinnar að mati Gaupa.
Díana Dögg segir Hauka var að byggja upp nýtt lið og stefna sé sett á að komast í úrslitakeppnina.
Evrópuhelgi hjá kvennaliðum Vals og Hauka.
Þetta of svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.