Skyttuboltinn er kominn aftur og líkamsárásir í Grillinu
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Einar Ingi gerðu upp helgina í handboltanum hér heima og erlendis.
Hefði Arnar Pétursson ekki mátt velja stærri æfingarhóp fyrir landsliðsvikuna?
Olís deild kvenna er komin í landsleikjahlé eftir 2.umferðir. Skytturnar eru byrjaðar að láta vaða á markið. Haukar unnu Val á þeirra heimavelli og nýliðar KA/Þór eru með fullt hús stiga.
Hvorki gengur né rekur hjá Stjörnunni í karla og kvennaflokki. Andri Snær er að smíða eitthvað fyrir norðan og Fram þurfti bara góðar 30 mínútur til að rúlla yfir Þór.
Þetta og svo miklu fleira í nýjasta þætti Handkastsins.
--------
52:00
--------
52:00
Olís deildirnar aldrei verið jafnari
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Geiri Sly fóru yfir vikuna í handboltanum og spáðu í spilin fyrir helgina.
Olís deildirnar hafa aldrei verið jafnari og ærið verkefni að spá í spilin fyrir leikina.
FH-ingar pökkuðu Valsmönnum saman í gær. Selfyssingar naga sig í handarbökin að vera ekki komnir með fleiri stig og frábær endurkomusigur hjá Mosfellingum.
Nóg af handbolta um helgina og allt saman í þráðbeinni á handboltapassanum.
--------
59:54
--------
59:54
Nýliðarnir bíta frá sér og nýja logo-ið er ekki allra
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Gaupi fóru yfir 1.umferðina í Olís deildum karla og kvenna.
Sigmundur Steinarsson gefur ekki mikið fyrir nýja logo-ið hjá HSÍ og sendi væna pillu á þá.
Stjörnumenn misstu af sæti í Evrópudeildinni eftir vítakastkeppni í Hekluhöllinni.
Strákarnir okkar í Magdeburg buðu Krickau velkominn til starfa í Berlín og settu upp sýningu.
Nýliðarnir í Olís deildunum byrja tímabilið af krafti.
Cell Tech lið karla og kvenna fyrir 1.umferðina opinberað og margt fleira í þætti dagsins.
--------
52:34
--------
52:34
Meðbyr með þjóðaríþróttinni og nýjar stjörnur að verða til
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Andri Berg mættu og gerðu upp byrjun tímabilsins í Olís deild karla og helstu fréttir erlendis.
Valsmenn byrjuðu tímabilið á sigri í Garðabænum, Fram sóttu 2 stig í Karpakrika og ekkert virðist hafa breyst hjá Haukum með tilkomu nýs þjálfara.
Strákarnir voru einstaklega jákvæðir með allt í kringum handboltann á þessum fyrstu dögum en fundu þá einn til tvo mínusa til að ræða.
Er Mathias Gidsel að stýra öllu bakvið tjöldin hjá Fusche Berlin?
Þetta og svo miklu meira í nýjsta þætti Handkastsins.
--------
54:01
--------
54:01
Ný ásýnd HSÍ og opinber spá Handkastins opinberuð
Stymmi Klippari og Benni Gré mættu í stúdíóið á sunnudagsmorgni og fóru yfir allt það helsta í Handboltanum undanfarna daga. HSÍ kynnti nýja ásýnd, nýtt logo og metnaðarfullt prógram fyrir veturinn á kynningarfundi í gær og ríkir mikil bjartsýni fyrir tímabilinu.
Valskonur héldu uppteknum hætti og unnu enn einn titilinn í gær þegar þær unnu Meistarar Meistaranna í leik gegnum Haukum á Hlíðarenda.
Við ræddum spá Handkastins fyrir komandi átök í karla og kvennaflokki í vetur.
Stjarnan gerði frábæra ferð til Rúmeníu í gær og er í góðum séns fyrir heimaleikinn að taka þátt í Evrópudeildinni í vetur.