Landsliðshópur tilkynntur með e-maili og þjálfaralausir Stjörnumenn í landsliðsviku
Stymmi Klippari og Kiddi Bjé mættu í stúdíó Handkastsins og gerðu upp helgina í handboltanum á Íslandi og erlendis.
Það var lágstemmd stemmning þegar landsliðshópur kvenna fyrir HM var tilkynntur á föstudaginn og fengu fjölmiðlar e-mail með hópnum og hafði Sérfræðingurinn sitt að segja um það.
Valur og Haukar fengu skell í Evrópukeppnunum um helgina.
ÍBV rúlluðu yfir KA/Þór í Olísdeild kvenna og Stjarnan er ennþá í leit að sínum fyrsta sigri.
Stjarnan sá aldrei til sólar gegn KA og var æfingarvika þeirra í landsleikjahléinu til umræðu í Handkastinu.
Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
--------
1:03:47
--------
1:03:47
Árni Bragi er besti leikmaður deildinnar og Haukar setja stefnuna á úrslitakeppnina
Stymmi Klippari, Gaupi og Einar Ingi mættu í Handkast stúdíóið og gerðu upp vikuna í handboltanum hér heima.
9.Umferðin í Olísdeildinni fór fram í gær og ÍR voru næstum búnir að vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu.
Arnór Snær mætti í sinn fyrsta leik og virðist ætla að taka yfir deildina.
Árni Bragi Eyjólfsson er besti leikmaður deildarinnar að mati Gaupa.
Díana Dögg segir Hauka var að byggja upp nýtt lið og stefna sé sett á að komast í úrslitakeppnina.
Evrópuhelgi hjá kvennaliðum Vals og Hauka.
Þetta of svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
--------
57:43
--------
57:43
Björgvin til bjargar og hver tekur við kvennaliði Stjörnunnar?
Sérfræðingurinn, Stymmi Klippari og Einar Jónsson mættu í stúdíó Handkastsins og gerðu upp síðari landsleik Íslands gegn Þýskalandi.
Björgvin Páll var að tryggja sér farmiðann á enn eitt stórmótið.
Andinn í Strákunum okkar var allt annar í dag.
Heil umferð fór fram í Olís deild kvenna um helgina.
Leikmannamarkaðurinn er líflegur í Olís deild karla.
Hver mun taka við kvennaliði Stjörnunnar?
Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins.
--------
1:11:53
--------
1:11:53
Þarf Snorri Steinn fleiri í þjálfarateymið og Patti Jó farinn frá Stjörnunni
Stymmi Klippari, Aðalsteinn Eyjólfsson og Einar Örn Jónsson mættu í stúdíó Handkastsins og gerðu upp vikuna í handboltanum.
Íslenska landsliðið áttu skelfilegan leik gegn Þýskalandi í gær og margar viðvörunarbjöllur sem Snorri þarf að bregðast við.
Var skert þjálfarteymi Snorra Steins sökin?
Alferð Gíslason er búinn að gjörbreyta þessu þýska landsliði og gæti unnið til verðlauna í Janúar.
Powerade bikarinn fór fram í vikunni hjá stelpunum og mikið um óvænt úrslit.
Stjarnan og Patrekur Jóhannesson ákvaðu að slíta samstarfinu í vikunni og leitar Stjarnan nú að nýjum þjálfara.
Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastins.
--------
1:04:33
--------
1:04:33
Þriðjungsuppgjör í Olís og getur eitthvað lið veitt Valskonum keppni?
Stymmi Klippari, Davíð Már og Geiri Gunn mættu í stúdíó Handkastsins og gerðu upp helgina í handboltanum.
Getur eitthvað lið í Olís deild kvenna veitt Val keppni í vetur?
Er Viktor Sigurðsson til Fram kaup ársins?
Sambandslaust í Garðabænum og æsispennandi leikur í Vestmannaeyjum.
Eru liðin sátt með frammistöðu sína eftir að þriðjungur deildinnar er búinn? Hverjir eru búnir að vera bestir og hvað hefur komið á óvart?
Þetta og svo miklu miklu meira í nýjasta þætti Handkastsins