
“Ef ég verð ekki í skaupinu í ár þá fer ég í mál við RÚV” -#634
30.12.2025 | 1 t. 17 min.
Hjálmar tók fyrir fólk ársins og var með allskonar skemmtilega flokka ársins. Ágústa kolbrún kom með risafréttir fyrir okkur. Hjálmar var að skemmta um helgina með Evu Ruzu og Svavari Elliða. Helga tókst að stuða Ágústu algjörlega í gær. Helgi og Hjálmar hata hús sem brakar í.IG: helgijean & hjalmarorn110Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe'a!

“Ég nota ekki Google Maps” -#633
22.12.2025 | 1 t. 6 min.
Svavar Elliði tónlistamaður fólksins var með okkur í dag og tók hann hljómborðið með sér og söng fyrir okkur topp 5 atburði ársins 2025. Helgi lenti í basli um daginn þegar hann var að leiðbeina Hjálmari hvar þeir ættu að hittast því Hjálmar kýs að nota ekki Google Maps. Helgi tók tvær kærustur með sér til Miami þar sem þau upplifðu mikla framkvæmdarorku og hittu litríka karaktera.IG: helgijean & hjalmarorn110Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe'a!

“Hann er soðinn og hann er súrsaður” -#632
18.12.2025 | 10 min.
Ágústa Kolbrún var með okkur í dag en hún sagði frá skiptinu þegar hún þyngdist um 7kg eftir að hafa borðað 3 konfekt kassa. Hjálmar var gagnrýndur af einkaþjálfaranum sínum því hann talar svo mikið. Helgi sagði okkur frábæra leið til að greiða kreditkortareikningana.IG helgijean & hjalmarorn110Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe´a!Þættina má finna inni í áskrift á pardus.is

“Viltu hætta segja mér að hún sé fiskur” -#631
15.12.2025 | 1 t.
Ágústa Kolbrún listakona og spekingur var með okkur í dag en hún vildi ræða málin með hjálp stjörnuspekinnar en Hjálmar vill bara staðreyndir. Hjálmar sagði frá bestu partýum sem hann hefur farið í. Helgi lenti í fréttunum þegar að Hjálmar birti myndband af Helga kærustum hans að kveðja.IG helgijean & hjalmarorn110Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe´a!

“Afsakaðu að ég skuli vera herramaður” -#630
11.12.2025 | 10 min.
Við drógum út í stóra pakkaleik Hæhæ og við óskum vinningshafanum innilega til hamingju! Strákarnir hringdu nokkur góð símaöt í þættinum og beðið var um aðstoð við enn eina sýningu Farvel Karvel. IG helgijean & hjalmarorn110Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe´a!Þættina má finna inni í áskrift á pardus.is



Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars