Við ræðum við stjórnanda hlaðvarpsins Ein pæling, Þórarinn Hjartarson.
Hlaðvörp skipta æ meira máli í þjóðfélagsumræðunni og við ætlum að ræða við stjórnendur hlaðvarpa í Lestinni næstu vikurnar.
--------
55:57
Notes to John, veðmálasíður, G-21 sena og Cornucopia
Veðmálasíður verða sífellt fyrirferðarmeiri. Áhrifavaldar og hlaðvarpsstjórnendur auglýsa þær og veðmál á íþróttaleiki virðast færast í aukana hjá ungu fólki. KSÍ stendur fyrir málþingi um veðmál og áhrif þeirra á íþróttir og samfélagið.
Ásdís Sól Ágústsdóttir veltir því fyrir sér hvort það sé í lagi að lesa Notes to John, bók Joan Didion sem kom út eftir andlát hennar. Er mikilvægara að svala forvitni lesenda en að virða einkalíf látins fólks?
--------
55:00
Bernskuheimilið og Saumakallinn í Glæsibæ
Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum skrifaði grein í Eimreiðina árið 1906 þar sem hún lýsti bernskuheimili sínu, en hún ólst upp við mikla fátækt. Greinin vakti athygli á sínum tíma, því hún lýsti því sem ekki mátti lýsa: nöturlegum aðstæðum í íslenskum torfbæ. Greinin er talin vera fyrsti sjálfsævisögulegur þáttur íslenskrar konu. Til stendur að gefa greinina út í bók í sumar.
Við heimsækjum verslunina Klístur og saumaverkstæðið Saumakallinn sem er starfrækt í Glæsibæ. Þar er hægt að fá límmiða, fatabætur, Crocs-skrauttappa og viðgerðir á fötum. Saumakallinn Arnar Stefánsson tekur á móti okkur.
--------
55:14
Tollar og kvikmyndir, Minecraft bíómyndin, flökkusögur um flóttafólk
Við ræðum við framleiðandan Hilmar Sigurðsson um ákvörðun Trumps um að setja tolla á kvikmyndir framleiddar á erlendri grundu. Hvaða áhrif gæti það haft á Íslandi? Og afhverju hefur framleiðsla í Los Angeles dregist saman um 40% á undanförnum áratug?
Kolbeinn Rastrick fór á Minecraft myndina frægu í bíó og segir frá, myndin hefur vakið athygli fyrir þær sakir að bíógestir henda poppi í ákveðnu atriði myndarinnar, bíóstarfsfólki til mikils ama.
Og að lokum ræðir Kristján Guðjónsson við þjóðfræðinginn Andrés Hjörvar, sem skrifaði nýverið meistararitgerð um flökkusögur um flóttafólk.
--------
55:49
Soft shell, Jarðsetning, þjóðlagasafnari heimsækir Ísland
Derek Piotr er bandarískur tónlistarmaður og þjóðlagasafnari sem hefur eytt seinustu árum í að ferðast um heiminn og taka upp gömul þjóðlög til varðveislu fyrir vefsíðu sína Fieldwork Archive. Fyrir nokkrum árum spjölluðum við við Derek, sem biðlaði þá til hlustenda Rásar 1 að hafa samband við sig til að hann gæti tekið upp íslenskar rímur og söngva í munnlegri geymd en Derek er nú á leið til landsins í maí til að leita uppi þessar vísur, ásamt því að halda tvenna tónleika. Við spjöllum við Derek í Lest dagsins.
Katrín Gunnarsdóttir dansari og danshöfundur segir Lóu Björk frá verkinu sínu Soft Shell, sem er meðal annars innblásið af ASMR-hljóðáreiti.
Við heimsækjum svo Slökkvistöðina, sýningarými í áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Þar sýnir Anna María Bogadóttir arkitekt ljósmyndir af byggingu af niðurrifi Iðnaðarbankans við Lækjargötu. Sýningin er framhald af Jarðsetningar-verkefninu hennar sem hefur verið í gangi undanfarin ár með gjörningi, heimildarmynd og bók svo eitthvað sé nefnt.
--------
55:27
Flere Samfund & Kultur podcasts
Trendige Samfund & Kultur podcasts
Om Lestin
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.