Heiðrún Lind Marteinsdóttir er gestur okkar í Seinni níu þessa vikuna. Hún er í eldlínunni um þessar mundir í umræðu um veiðigjöld enda framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Heiðrún er nýlega byrjuð í golfi og tók þátt í sínu fyrsta meistaramóti núna á dögunum. Í þættinum fer hún yfir upplifun sína af mótinu og hvað kom henni mest á óvart.Hún kveðst efnileg í öllum þáttum leikins en á í erfiðleikum með púttin eftir að sambýlismaður hennar, Hjörvar Hafliðason, komst í hausinn á henni.Heiðrún er mikil keppnismanneskja og segir að það álag sem nú hvíli á henni efli hana á golfvellinum. Heiðrún kemur með frábært Powerrank þar sem hún fer yfir þau atriði sem valda mestum misskilningi á golfvellinum frá sjónarhorni áhugamannsins. Einnig velur hún draumahollið.Golfpervertar koma óvænt við sögu í þættinum.Stórskemmtilegur þáttur í alla staði!Seinni níu er í boði:✈️- PLAY 💊- Unbroken 👟- ECCO 🥻 - J. Lindeberg - ntc.is⛳- Eagle Golfferðir 🚗- XPENG - xpeng.com/is🧼- Lindin bílaþvottastöð🏚️ - Betri stofan fasteignasala🏌️♀️- Golfsvítan🛺- Excar.is golfbílar😎 - Nivea🏌️♀️- Golfskálinn golfverslun
--------
56:12
--------
56:12
#66 - Golfið bjargaði geðheilsunni hjá Bjössa Hreiðars eftir óvænta uppsögn
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson kom í heimsókn til okkar í Seinni níu. Hann er þekktari fyrir afrek sín í fótboltanum en á golfvellinum. Bjössi hefur orðið Íslandsmeistari sem fyrirliði Vals og var einnig í þjálfarateymi liðsins sem varð Íslandsmeistari árin 2017 & 2018.Bjössi segir okkur frá því hvernig hann byrjaði aftur í golfi fyrir nokkrum árum og hellti sér svo af fullum krafti í íþróttina eftir að hann óvænt missti starf sitt sem aðstoðarþjálfari hjá FH sumarið 2022. Síðan þá hefur golfið átt hug hans allann og er Bjössi kominn niður í um 13 í forgjöf.Bjössi kemur með frábært Powerrank og greinir okkur frá hverjir eru fimm bestu kylfingarnir úr röðum núverandi knattspyrnuþjálfara. Jafnframt velur Bjössi draumahollið þar sem tveir heimsþekktir leikarar koma við sögu.Bjössi fer aðeins yfir sína styrk- og veikleika í golfinu. Þar kemur í ljós að 14. holan á Leirdalsvelli er farin að leggjast á sálina á okkar manni. Stórskemmtilegt spjall við einn af okkar duglegustu kylfingum.Seinni níu er í boði:✈️- PLAY 💊- Unbroken 👟- ECCO 🥻 - J. Lindeberg - ntc.is⛳- Eagle Golfferðir 🚗- XPENG - xpeng.com/is🧼- Lindin bílaþvottastöð🏚️ - Betri stofan fasteignasala🏌️♀️- Golfsvítan🛺- Excar.is golfbílar😎 - Nivea
--------
1:10:29
--------
1:10:29
#65 - Sóli Hólm hugsar bara um golf
Gestur vikunnar í Seinni níu er enginn annar en Sólmundur Hólm sem hóf nýlega að leika golf. Hann er algjörlega fallinn fyrir íþróttinni og hugsar eiginlega ekki um neitt annað en hvenær hann kemst út á golfvöll.Sóli er reyndar að glíma við meiðsli sem má rekja til óhóflegrar golfiðkunar á vormánuðum en er að vonast til að komast aftur á völlinn sem allra fyrst.Sóli er meðlimur í Golfklúbbi Þorlákshafnar og unir hag sínum hvergi betur en í Ölfusi þar sem hann ólst upp. Í þættinum velur Sóli einmitt sínar fimm uppáhalds golfholur á Þorlákshafnarvelli. Einnig velur hann draumahollið. Hlustendur sendu jafnframt inn fjölmargar skemmtilegar spurningar sem Sóli átti í mismiklum vandræðum með að svara.Einstakur þáttur með einum skemmtilegasta manni okkar Íslendinga. Allir léttir.Seinni níu er í boði:✈️- PLAY 💊- Unbroken 👟- ECCO 🥻 - J. Lindeberg - ntc.is⛳- Eagle Golfferðir 🚗- XPENG - xpeng.com/is🧼- Lindin bílaþvottastöð🏚️ - Betri stofan fasteignasala🏌️♀️- Golfsvítan🛺- Excar.is golfbílar😎 - Nivea
--------
1:12:33
--------
1:12:33
#64 - Ragga Kristins er ein sú högglengsta í Evrópu
Atvinnukylfingurinn Ragnhildur Kristinsdóttir kom í heimsókn til okkar í Seinni níu. Hún varð Íslandsmeistari í höggleik árið 2023 og leikur sem atvinnumaður á LET Access mótaröðinni sem segja má að sé B-mótaröð bestu kvenkylfinga í Evrópu.Í þættinum förum við vel yfir golfið með Röggu en þar kemur meðal annars í ljós að hún er meðal högglengstu kvenkylfinga Evrópu. Hún er að slá um 250 metra að meðaltali í teighöggum og gerir aðrir betur!Hún ætlar sér stóra hluti á næstu árum. Hún hefur verið meðal annars verið að einfalda golfið sitt, njóta þess meira að keppa og hugsa ekki um að ná fullkomnum.Hún segir okkur frá lífinu á mótaröðinni, sínum helstu styrkleikum og einnig segir hún okkur frá sínum helsta veiklega sem eru vippin. Við förum aðeins yfir hvernig lífið var í Kentucky á háskólaárunum og ýmislegt skemmtilegt.Einnig segir Ragga okkur frá því áfalli sem það var að missa Íslandsmeistaratitilinn úr höndum sér á lokaholunni í Mosfellsbæ árið 2020.Í upphafi þáttarins förum við aðeins yfir US Open og svo velur Ragga draumahollið. Stórskemmtilegur þáttur sem á erindi við alla kylfinga!Seinni Níu er í boði: ✈️- PLAY 💊- Unbroken 👟- ECCO 🥻 - J. Lindeberg - ntc.is⛳- Eagle Golfferðir 🚗- XPENG - xpeng.com/is🧼- Lindin bílaþvottastöð🏚️ - Betri stofan fasteignasala🏌️♀️- Golfsvítan🛺- Excar.is golfbílar
--------
1:01:00
--------
1:01:00
#63 – Helga tók ranga kylfu og fór holu í höggi
Það var svo sannarlega gaman hjá okkur í Seinni níu þessa vikuna en til okkar kom Helga Sverrisdóttir, hjúkrunarfræðingur og félagi í Nesklúbbnum. Helga fer yfir það af mikilli hreinskilni hvernig það er að byrja í golf og þær áskoranir sem því fylgir.Hún segir okkur meðal annars frá þeirri þolraun sem það var að taka þátt í meistaramóti eftir að hafa nýlega hafið golfiðkun. Helga segir okkur einnig frá því þegar hún gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í golfferð á vegum Nesklúbbsins. Þar hjálpaði til að hún tók alls ekki rétta kylfu í höggið en boltinn steinlá í holunni engu að síður.Stórskemmtilegur þáttur þar sem mannlegi þátturinn í golfinu er svo sannarlega í fyrirrúmi. Helga segir okkur einnig stórskemmtilega sögu úr boðsmóti á Hvaleyrarvelli þar sem eiginmaður hennar, Bjarni Ármannsson, kemur við sögu. Logi gefur svo góð ráð hvernig sé best að græða pening á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer um helgina. Seinni Níu er í boði: ✈️- PLAY 💊- Unbroken 👟- ECCO 🥻 - J. Lindeberg - ntc.is⛳- Eagle Golfferðir 🚗- XPENG - xpeng.com/is🧼- Lindin bílaþvottastöð🏚️ - Betri stofan fasteignasala🏌️♀️- Golfsvítan🛺- Excar.is golfbílar
--------
54:23
--------
54:23
Flere Sport podcasts
Trendige Sport podcasts
Om Seinni níu
Hlaðvarp um golf þar sem rætt er við skemmtilega kylfinga. Í þættinum er einblínt á léttleika.
Þáttastjórnendur eru Logi Bergmann & Jón Júlíus Karlsson