Í hlaðvarpinu Kviknar fjallar Andrea Eyland um fæðingar frá ýmsum sjónarhornum, fær gesti í hljóðverið sem deila reynslusögum og talar við sérfræðinga.
Þórunn Eva G. Pálsdóttir sem heldur úti góðgerðarfélaginu Mía Magic og Andrea ræða um þetta stórkostlega verkefni sem byrjaði með bók um Míu sem fær lyfjabrunn. Í dag er Mía samfélag langveikra barna og aðstandenda þeirra. Þórunn segir frá hvers vegna Mía varð til og sínu lífi með langveikum sonum og eigin baráttu. Endilega fylgið Míamagic á Instagram.
--------
1:35:22
38 - Arna Ýr Jónsdóttir og Vignir Bollason
Arna Ýr og Vignir eru foreldrar tveggja barna og fyrirtækjaeigendur. Í þættinum ræða þau við Andreu um Raunina, samfélagsmiðla, þriðju vaktina og líf sitt og tilveru sem foreldrar. Hægt er að fylgja þeim á Instagram undir Arnayrjons og Lifkiro.
--------
1:03:24
37 - Ólafur Grétar Gunnarsson
#37 Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi hjálpar ótrúlega mörgum feðrum og foreldrum með tengslamyndun sín á milli og við barnið sitt. Þetta er fyrsti þáttur af nokkrum, enda hafa hann og Andrea svipaða sýn á flest sem tengist foreldrum þessa lands. Við hvetjum ykkur, sérstaklega verðandi og núverandi feður og foreldra til að hlusta.
--------
1:01:18
36 - Yoga Nidra með Auði
Yoga Nidra hugleiðsla með Auði Bjarna hjá Jógasetrinu,
--------
36:20
35 - Auður Yoga
Auður Bjarna er flestum konum kunn enda hún búin að kenna verðandi mæðrum meðgönguyoga í 21 ár. Andrea og hún spjalla í þessum þætti um mikilvægi hvíldar, Fyrstu fimm og útskýrir Auður hvað Yoga Nidra getur gert fyrir okkur. Þáttur 36 er síðan Yoga Nidra í boði Auðar.
--------
25:08
Flere Børn & Familie podcasts
Trendige Børn & Familie podcasts
Om Kviknar hlaðvarp
Í hlaðvarpinu Kviknar fjallar Andrea Eyland um fæðingar frá ýmsum sjónarhornum, fær gesti í hljóðverið sem deila reynslusögum og talar við sérfræðinga.